Styrkir úr Málræktarsjóði

Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði í nóvember 2013. Alls bárust 12 umsóknir og var sótt um samtals 11.965.000 kr. Ákveðið var að úthluta 4,5 m. kr. Eftirtaldir umsækjendur fengu styrk að þessu sinni:

  1. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi 1 milljón kr. til þess að vinna að orðabanka umhverfismála.
  2. Íðorðanefnd í menntunarfræðum 850 þús. kr. til þess að vinna að íðorðasafni í menntunarfræðum.
  3. Listasafn Íslands 1 milljón kr. til þess að vinna að orðasafni um myndlist.
  4. Samtök um atferlisgreiningu 600 þús. kr. til þess að vinna að íslensk-ensku orðasafni í atferlisgreiningu.
  5. Forlagið ehf. 1 milljón kr. til að vinna að íslenskri skólaorðabók.
  6. Samtök móðurmálskennara 105 þús. kr. fyrir Laxnessfjöðrina.

Gert er ráð fyrir að auglýst verði aftur eftir umsóknum á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2014.