Aðalfundur 2014

Aðalfundur Málræktarsjóðs var haldinn 6. júní sl. Nú var komið að því að kjósa nýja stjórn en hún hafði setið í fjögur ár, allt frá aðalfundi 2010. Íslensk málnefnd tilnefndi aftur þau Sigrúnu Helgadóttur, Sigurð Konráðsson og Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Sigurður Jóhannesson stjórnarformaður og Stefán Ólafsson gáfu aftur kost á sér fyrir hönd fulltrúaráðsins. Fleiri buðu sig ekki fram og voru þeir því sjálfkjörnir. Sama stjórn situr því áfram næstu fjögur árin. Ingibjörg Frímannsdóttir og Jón Þóroddur Jónsson voru kosin til vara.

Fundargerð 2014