Úthlutun úr Málræktarsjóði 2016

Orðanefnd í upplýsingafræði 500 þúsund krónur til þýðinga úr ensku og skilgreininga á fagorðum og hugtökum í nýjum alþjóðlegum skráningarreglum.

Íðorðasafn í hjúkrunarfræði 700 þúsund fyrir þýðingu á alþjóðlegu flokkunarkerfi.

Íðorðasafn í menntunarfræðum, 800.000 kr.

Uppfærslur núverandi orðalista LÍSU, samtaka um landupplýsingar, 500.000 kr.

Vefurinn malid.is (málið.is) 300 þús. fyrir verkefnið Allt um íslenskt mál í einu veffangi.

Íðorðasafn og myndun nýrra íðorða í lífvísindum, 500.000 kr.

Félag fagfólks í frítímaþjónustu 700 þúsund fyrir Rafrænt orðasafn í tómstundafræðum opið öllum.