Greinargerð til Málræktarsjóðs, ÞROS

Reykjavík 25. maí 2018

Málræktarsjóður

b.t. Kára Kaaber

Laugavegi 13,

101 Reykjavík

Efni: Greinargerð um ráðstöfun styrkfjár

Aðalumsækjandi: ÞROS – félag um þýðingar og ritstjórn á orðasafni SATÍS (Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi). Kt. 660614 -1170.

Meðumsækjandi: Guðríður Adda Ragnarsdóttir, formaður ÞROS/ritstjórnar, fyrir hönd ritstjórnar. Kt. 130550 – 2669. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðrir í ritstjórn: Ingi Jón Hauksson MA, Kristján Guðmundsson PhD, & Þorlákur Karlsson PhD.

Heiti verkefnis: Enskt – íslenskt orðasafn í atferlisgreiningu.

Sótt var um styrk fyrir ritstjórnarvinnu –að lesa yfir og „editera“ 1400 íslenskar þýðingar á enskum skilgreiningum við enskt-íslenskt orðasafn í atferlisgreiningu.

Stutt frásögn um verkefnið og tímasetning helstu þátta þess:

Tildrög verkefnisins eru eins og rakið var nánar í umsókninni, að árið 2005 hóf ofangreind ritstjórn að safna enskum sérfræðiheitum í atferlisgreiningu og þýða þau á íslensku. Skoðuð voru á 3ja þúsund orð. Árið 2014 lauk vinnu við að velja úr orðunum, þýða þau „editera“ og prófarkarlesa. Öll vinna þann áratug var unnin í sjálfboðavinnu, í tómstundum ritstjórnar og utan daglegs vinnutíma. Þess skal getið að við erum afar þákklát Ágústu Þorbergsdóttur sérfræðingi á Árnastofnun sem hefur verið okkur innan handar við orðasafnsvinnuna allan tímann.

Árið 2014 urðu þau þáttaskil að ákveðið var að þýða einnig skilgreiningar sérfræðiheitanna, svo fremi að til þess fengist styrkur sem jafngilti launum fyrir fulla vinnu þann tíma sem áætlaður var fyrir þýðinguna. Styrkir fengust frá Málræktarsjóði árin 2014 og 2015 til að þýða enskar skilgreiningar, og vorum við svo lánsöm að dr Kristján Guðmundsson gat tekið að sér verkið.

Í framhaldinu kynntum við orðasafnið undir heitinu „To whisper a prompt“ á ráðstefnu NORDTERM sem haldin var í Háskólabíói árið 2015. Einnig kynntum við orðasafnið og þýðingarnar með veggspjaldi á menntakviku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og árið 2016 með erindi á ráðstefnu Samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS).                          Árið 2017 birtist svo grein á ensku: Ragnarsdóttir, G. A., Hauksson, I. J., Guðmundsson, K ., & Karlsson Th. (2017). To whisper a prompt (Electronic version). In Á. Þorbergsdóttir (Ed.), Rapport fra NORDTERM 19: Forvaltning af fagsprog i samfundet. Hvem har ansvaret? Hvem tager ansvaret? Proceedings of NORDTERM 19, Reykjavik, June 9 - 12, 2015, (pp 164 - 168).

Ritun ensku greinarinnar og kynningarnar voru unnar í sjálfboðavinnu, án nokkurra utanaðkomandi styrkja.

Þegar hér var komið sögu lá fyrir að undirbúa orðasafnið með þýddu skilgreiningunum fyrir rafræna útgáfu og ljóst að slíkt yrði ekki unnið í tómstundum. Því var enn sótt til Málræktarsjóðs sem árið 2017 veitti nú styrk fyrir þeim hluta verksins sem felst í vinnu ritstjóra, að lesa yfir íslensku þýðingarnar á skilgreiningunum, ‚editera‘ þær og samræma innbyrðis. Er það verk í höndum undirritaðrar. Einnig að eiga í samvinnu um þróun og útlit notendaviðmóts á rafrænni útgáfu orðasafnsins, við þá tölvumenn sem stjórn SATÍS fól að hanna uppsetningu þess til birtingar á vefsíðu félagsins www.atferli.is 

Það gleður mig að geta sagt frá því að vinnuskjölin voru unnin með þeim hætti að ekki verður aðeins hægt að slá upp ensku orðunum eins og upphaflega var hugsað, heldur verður einnig hægt að leita eftir íslensku sérfræðiheitunum. Orðasafnið hefur þar með fengið stóraukið vægi og notagildi og ætti því eiginlega að nefnast ‚Íslenskt – enskt og enskt - íslenskt orðasafn í atferlisgreiningu með skilgreiningum‘.    

Staðan í dag er sú, að dr Þorlákur Karlsson bauðst til að prófarkarlesa allar skilgreiningarnar eftir efnislega ritstýringu og hefur fyrsti skammturinn af ‚editeruðu‘ og prófarkarlesnu efni þegar verið sendur tölvumönnum til rafrænnar uppsetningar.

Uppgjör -gjöld og tekjur:

Vinnulaun til ritstjóra

Þriðji styrkur Málræktarsjóðs alls kr. 1.000.000.

Þegar greitt                                       kr.   800.000.

Engar aðrar tekjur eða styrkir voru veittir til þessa verkþáttar.

Fyrir hönd ÞROS/ritstjórnar orðasafns SATÍS

þakka ég Málræktarsjóði fyrir rausnarlega styrki,

stuðning og áhuga á vinnu og þróun orðasafns SATÍS.

Með kveðju,

virðingarfyllst

Guðríður Adda Ragnarsdóttir, formaður (sign.)

GSM: 866 56 19

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.