Greinargerð til Málræktarsjóðs, Fél. lýðheilsufræðinga

Reykjavík, 3.3.2018.

Framvinda vegna orðabanka í lýðheilsufræðum.

Undirrituð, titluð sem verkefnastjóri hefur haldið utan um vinnu vegna þýðingu á orðabanka og um utanumhald vegna fundarhalda og framvindu mála er varða orðabankann.

Íðorðanefnd um lýðheilsu hefur komið saman reglulega á síðasta ári til að funda um framvindu og styðja við verkefnastjóra vegna þýðingar á orðabankanum. Þýdd voru 60 hugtök og hefur verkefnastjóri komið þeim fyrir í gagnagrunni Árnastofnunar.

Í nefndinni sitja:

Félag lýðheilsufræðinga: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri
Menntavísindasvið HÍ: Steingerður Ólafsdóttir
Háskólinn í Reykjavík: Birna Baldursdóttir
Embætti landlæknis: Jenný Ingudóttir
Árnastofnun: Ágústa Þorbergsdóttir
Félagsvísindasviði HÍ: Stefán Hrafn Jónsson
Heilbrigðisvísindasviði HÍ: Laufey Steingrímsdóttir
Félag faralds- og líftölfræðinga: Laufey Tryggvadóttir

Vinnan hefur gengið nokkuð vel en þegar um vafamál hefur verið að ræða þá hefur orðanefnd komið að borði og stutt við verkefnastjóra við þá vinnu. Við upphaf árs var tilbúinn orðabanki sem sendur hefur verið í yfirlestur til hagsmunaaðila til að fá fram álit á vinnu orðanefndar.

Við útsendingu orðalistans voru 9 hugtök flokkuð undir „skoða betur“ og voru álitsgjafar beðnir um að skoða þau atriði sérstaklega. Álitsgjöfum hefur verið gefinn tími fram að vori til að leggja listann fyrir þá sem þeir telja einnig þurfi að gefa sitt álit (undir nafni) og gefa sitt álit. Ætlunin er að opna fyrsta hluta orðabankans á Menntakviku 2018. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk til að ráðast í frekari orðaþýðingar þar sem orðalistinn sem nýttur var til þýðingar er engann veginn tæmandi. Í skoðun er danskur listi sem íðorðanefnd hugnast að þýða í næstu umferð.

Fjármagnið sem greitt hefur verið hefur farið í að greiða verkefnisstjóra fyrir utanumhald og vinnu eins og um var samið í upphafi.

Ég læt báða listana fylgja í viðhengi, þýddan orðalista ásamt þeim danska sem er til skoðunar. Einhver hugtök skarast en eðlislegur munur er þó á milli listanna.

Með kærri kveðju,

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri
Formaður Félags lýðheilsufræðinga