Framvinduskýrsla, Fél. lýðheilsufræðinga

Reykjavík, 10.12.2019.

Framvinduskýrsla vegna orðabanka í lýðheilsufræðum.

Undirrituð, titluð sem verkefnastjóri hefur haldið utan um vinnu vegna þýðingu á íðorðasafna og um utanumhald vegna fundarhalda og framvindu mála er varða orðabankann.

Íðorðanefnd um lýðheilsu hefur komið saman reglulega á síðasta ári til að funda um framvindu og styðja við verkefnastjóra vegna þýðingar á orðabankanum. Þýdd voru 50 hugtök til viðbótar við þau 60 sem fyrir lágu eftir vinnu ársins 2018. Þessi hugtök eru öll á vefsíðu Árnastofnunar undir idord.is.

Í nefndinni sitja:

Félag lýðheilsufræðinga: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri
Menntavísindasvið HÍ: Jakob Frímann
Háskólinn í Reykjavík: Birna Baldursdóttir
Embætti landlæknis: Jenný Ingudóttir
Árnastofnun: Ágústa Þorbergsdóttir
Félagsvísindasviði HÍ: Stefán Hrafn Jónsson
Heilbrigðisvísindasviði HÍ: Laufey Steingrímsdóttir
Félag faralds- og líftölfræðinga: Laufey Tryggvadóttir

Vinnan hefur gengið vel en þegar um vafa,- vandamál hefur verið að ræða þá hefur íðorðanefnd komið að borði og stutt við verkefnastjóra við þá vinnu. Í maí 2019 voru um 50 viðbótarorð send í yfirlestur og rýni til hagsmunaaðila. Tekið var tillit til allra athugasemda.

Við útsendingu orðalistans voru nokkur hugtök flokkuð undir „skoða betur“ og voru álitsgjafar beðnir um að skoða þau atriði sérstaklega. Álitsgjöfum var gefinn tími fram í október til að leggja listann fyrir þá sem þeir telja einnig þurfi að gefa sitt álit (undir nafni) og gefa sitt álit. Á Menntakviku 2019 var hluti tvö af íðorðasafninu opnað og þá á nýrri vefsíðu idord.is. Sótt verður um áframhaldandi styrk til að vinna áfram að þessari þörfu vinnu þar sem orðanefndin er sammála um að vel gangi að halda vinnunni gangandi. Mikilvægt er að halda vel utan um vinnuna og halda henni áfram á meðan nefndin er viljug til starfa. Í íðorðasafnið eru skráð um 70 orð sem eftir á að þýða. Þá má bæta því við að Félag faralds- og líftölfræðinga hefur óskað eftir því að orðasafn um faraldsfræði verði sameinaður íðorðasafni um lýðheilsu.

Fjármagnið sem greitt hefur verið hefur farið í að greiða verkefnisstjóra fyrir utanumhald og vinnu eins og um var samið í upphafi.

Fyrir hönd Félags lýðheilsufræðinga,
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri