Skopos ehf, framvinduskýrsla

Framvinduskýrsla um ráðstöfun styrkfjár


Skopos ehf (kt. 6909100-0710) hlaut styrk úr Málræktarsjóði árið2018 að upphæð 500.000 krónur.
Styrkurinn var ætlaður til gerðar netorðabókar á sviði læknis- og lyfjafræði og hefur nýst vel sem hluti af þeim kostnaði.

Orðabókin var tilbúin árið 2018 og innihélt þá yfir 20.000 sérfræðiorð. Slóðin á orðabókina er ordabok.skopos.is og er hún öllum opin. Auk þess að setja inn lyfjatengd orð ákvað Skopos að setja einnig inn hugtakagrunn með almennum hugtökum og geta notendur því leitað að almennum hugtökum, sem og lyfjahugtökum.

Almenn ánægja er með orðabókina og er umferð inn á hana töluverð. Hins vegar er ljóst að hún mætti vera ítarlegri á ýmsan hátt, t.d. þannig að notendur geti sett inn hugtök sjálfir og sent inn athugasemdir.

Þar sem orðabókin er aðeins á netinu eru engin önnur eintök til staðar. Málræktarsjóðs er getið á almennri upplýsingasíðu orðabókarinnar og sjóðnum færðar þakkir fyrir að gera þetta verkefni að veruleika.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Freyr Magnús