Vinir Árnastofnunar II

 

 

Greinagerð um styrkfé frá Málræktarsjóði

 

Styrkþegi: Vinir Árnastofnunar

 

Kennitala: 490517-0140

 

Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Heiti verkefnis: Vefleikurinn Spagettí

 

Tímasetning: 16. nóvember 2020

 

Uppgjör: 240.000 kr. úr Málræktarsjóði. Greitt til forritarans Andreu Óskar Sigurðardóttur.

 

60.000 sem eftir eru renna til sama forritara.

 

Stutt frásögn:

 

Um er að ræða leik sem birtist á vefnum. Hann var þróaður af vinafélaginu og forritaranum Andreu Ósk Sigurðardóttur.

 

Prufuútgáfa af leiknum var opnuð fyrir grunnskólanema í tengslum við dag íslenskrar tungu 2020 en það ár hentaði frekar til stafrænnar þátttöku en mannamóta og þótti því við hæfi að prófa leikinn af þessu tilefni.

 

Um 1000 grunnskólanemar reyndu sig í leiknum sem gekk út á að para saman orð og merkingu. Samkeppni var á milli bekkja grunnskólanna um hver yrði hlutskarpastur, næði flestum stigum að meðaltali. Áttundi bekkur Kerhólsskóla var sá skóli sem fékk flest stig í leiknum (sjá nánar:  https://www.facebook.com/dagur.isl.tungu/photos/a.191113537739190/1520432098140654/).

 

Gögnin sem nýtt voru í prufuaðganginn þóttu þegar á reyndi ekki henta til frambúðar og því var ákveðið að þróa leikinn áfram með öðrum gögnum. Leikurinn er því ekki aðgengilegur á netinu eins og er.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum lagði til starfskrafta

 

Evu Maríu Jónsdóttur verkefnisstjóra sem er tengiliður vinafélagsins við stofnunina.