Félag lýðheilsufræðinga, framvinduskýrsla

Framvinduskýrsla íðorðasafns Lýðheilsufræða

Reykjavík, 31.08.2020

Íðorðabankinn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum opnaði á netinu þann 30. Okt. sl. hefur að geyma safn orða í lýðheilsufræðum sem við í íðorðanefnd lýðheilsufræða höfum unnið að á síðustu árum https://idord.arnastofnun.is/leit//ordabok/LYDHEILSA.

Vinnan byggir á skilgreiningum úr orðasafninu „Dictionary of Public Health – Oxford Reference“. Við höfum nú tekið saman um 60 orð til viðbótar til að vinna með úr því orðasafni og til viðbótar bættum við inn skilgreiningum á þónokkrum orðum sem viðkoma kórónuveiru faraldrinum sem er þó ekki alltaf ensk þýðing á, heldur skilgreining á íslensku.

Listinn var unnin síðla vetrar og í vor og fullunninn snemma í ágúst og var sendur í rýni til fjölmargra aðila innan háskóla og fræðasamfélagsins, s.s. Mennta-, Heilbrigðis-, og Félagsvísindasviða Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og fjölmargra starfsmanna hjá embætti landlæknis bæði á lýðheilsu- og sóttvarnarsviði. Að rýni lokinni fer íðorðanefnd yfir ábendingar og undirrituð verkefnastjóri og starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar, Ágústa Þorbergsdóttir munu opna nýjan hluta safnsins á Menntakviku 2. Okt nk. og hefur erindi þess efnis þegar verið samþykkt.

Til viðbótar má bæta að Faralds- og líftölfræðifélagið hefur óskað eftir því að íðorðabanki um faraldsfræði verði sameinaður íðorðabanka um lýðheilsufræði og verið er að skoða hvernig hægt er að haga þeirri sameiningu.

Í íðorðanefnd sitja:

Jenný Ingudóttir, embætti landlæknis

Birna Baldursdóttir, Háskólinn í Reykjavík

Stefán Hrafn Jónsson, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Kolbeinn Hólmar Stefánsson, Hagstofa Íslands

Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Félag lýðheilsufræðinga

Fyrir hönd Félags lýðheilsufræðinga,

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, 150567-3519.